Sigrún Pálsdóttir

Thursday 5. February 2009

Fleiri skíðadagar

Filed under: Almennt — Sigrún @ 17:12

Í gær var flott veður hér og við fórum Sella Ronda. Það var heldur dimmara yfir í dag en fínt skíðafæri. Hér eru tvær myndir frá gærdeginum.
Fjöllin hér eru falleg

Blár himinn

Tuesday 3. February 2009

Skíðaferð

Filed under: Almennt — Sigrún @ 21:06

Er í skíðaferð á Ítalíu í Selva Valgardena. Veðrið er fremur lítið spennandi en hér er engu að síður gott að vera. Það sést lítið í fallegu fjöllin hér og hér eru sýnishorn af útsýninu uppi í fjalli í dag.

Tekið í skíðabrekkunni í dag

SP í skíðabrekkunni í dag

Ýr, Sylvía og Brynja í bænum að loknum skíðadegi

Wednesday 8. October 2008

Ritgerðasmíði mitt í efnahagslegu fárvirði

Filed under: Almennt — Sigrún @ 23:38

Ritgerðasmíði hefur verið mitt aðalviðfangsefni í frítímanum upp á síðkastið milli þess sem ég fylgist með fréttum. Ég skráði mig aftur í námskeið í HÍ. Mér féllust næstum hendur í fyrsta tíma þegar ég komst að því að ég ætti að skrifa ritgerðir. Í mínum huga hafði ég ekki skrifað ritgerð frá því ég var í menntaskóla. Hef þó skrifað skýrslur og margt annað, en ekki ritgerð. Ég lét mig þó hafa það og afrekaði eftir vinnu í dag að skila skrifunum sem vega þungt í lokaeinkunn í námskeiðinu. Þrátt fyrir að ég væri ekkert sérlega ánægð með uppskeruna, þá var ákveðnum áfanga náð. Þegar ég kom vestur í háskóla þá rann upp fyrir mér að ég hefði ekki hugmynd um hvar Gimli væri, en þangað átti ég að skila. Eftir nokkra umhugsun þá var ég ekki frá því að eitthvað ókunnuglegt hús væri nálægt Háskólatorginu. Fann dyr að byggingunni og komst inn. Kom ráðvillt inn í einhvers konar miðrými og hafði ekki hugmynd um hvert ég ætti að skila en sýndist ég þó vera á réttum stað. Þá sagði ungur maður sem sat þarna, lúgan er þarna og benti á bréfalúgu. Og þar með tókst mér að skila ritgerðinni á tilsettum tíma.

Sunday 31. August 2008

Áfangastaðir

Filed under: Almennt — Sigrún @ 22:06

Bleiksmýrardalur, Bleikur, Bleiksbúð, Landkot, Laugafell. Arnarstapi á Snæfellsnesi. Egilsstaðir, Kárahnjúkar, Borgarfjörður Eystri. Orkanger í Þrændalögum í Noregi. Drangsnes, Kaldbakshorn. Þetta voru áfangastaðir ágústmánaðar.

Thursday 31. July 2008

Tíminn flýgur

Filed under: Almennt,Tímamót — Sigrún @ 23:30

Júlí 2008 á enda og þetta er eina færslan í mánuðinum. Það hefur samt verið nóg um að vera. Afmæli í fjölskyldunni, ferðir í óðalssetrið á Strandir og fleira. Hér eru nokkrar myndir teknar í júlí mánuði.

Í heitu pottunum

Sá áttræði í sjónum

Ferðin í Grímsey var góð

Sjávarréttahlaðborð á Bryggjuhátíð

Fuglahræðan okkar ásamt einum höfundi

Tuesday 24. June 2008

Capileira – nokkrar myndir

Filed under: Almennt — Sigrún @ 13:00

Þessi kona gekk um þorpið á hverjum degi og við dáðumst að henni, hún gat verið ættmóðirin í Capileira.
Capileira sjálf
Kaffihús við torgið, takið eftir tveimur fullorðnum fyrir framan
Kaffihús við torgið, takið eftir þessum tveimur fullorðnu fyrir framan
Kirkjan í þorpinu.
Kirkjan í þorpinu
Götumyndir
Götumynd

Götumynd

Monday 23. June 2008

Á suður Spáni

Filed under: Almennt — Sigrún @ 16:05

Hef síðustu daga verið í Capileira, litlu spönsku fjallaþorpi. Það var stundum eins og að vera áhorfandi að gamalli bíómynd eða málverki. Hvít hús, þröngar, brattar götur og gamlar svartklæddar konur gengu þar um. Nú erum við komin til Granada. Hér er ansi heitt.

Monday 16. June 2008

Stutt ferðalag til Noregs

Filed under: Almennt — Sigrún @ 21:04

Í gærmorgun lagði ég af stað í stutt ferðalag til Noregs. Vaknaði um hálfsex á sunnudagsmorgni, keyrði til Keflavíkur, flaug til Osló og svo áfram til Florø í vestur Noregi. Þar var búið að panta bílaleigubíl en hann var ekki til reiðu og allt lokað. En einn ágætis maður sem vann fyrir aðra leigu bjargaði bíl fyrir okkur. Þaðan tók við bílferð til Svelgen. Vorum komin þangað um hálfníu að staðartíma. Klukkan sjö í morgun vorum við búin að mæla okkur mót í Elkem Bremanger verksmiðjunni. Dagurinn var góður og árangur í samræmi við væntingar. Klukkan fjögur var aftur ekið á flugvöllinn. Ég þurfti að bíða nokkuð eftir mínu flugi, en vinnufélagi minn átti flug fyrr. Var svo að koma á hótelið stutt frá Gardermoen flugvellinum, en klukkan er að nálgast ellefu að norskum tíma. Kem svo heim á morgun um hádegisbilið á lýðveldisdaginn sautjánda júní. Eins og heyra má af þessu, langt ferðalag fyrir einn vinnudag en í þetta skipti var það vel þess virði. Að lokum fylgja hér tvær myndir frá Bremanger verksmiðjunni, tekið utan lóðar á bílastæðinu á móti verksmiðjunni.
Elkem Bremanger verksmiðjan í Svelgen, vestur Noregi
Í Svelgen vestur Noregi, tekið í átt að Elkem Bremanger verksmiðjunni
Hér er krækja í fyrri skrif með mynd frá Bremanger.

Sunday 8. June 2008

Gangbrautarvörður í 100 km hlaupi

Filed under: Almennt — Sigrún @ 13:29

Í gær var ég mætt fyrir klukkan sjö að morgni inn við Elliðaár, nánar tiltekið við hringtorgið rétt hjá gömlu brúnni. Klukkan sjö var ræst í fyrsta 100 km hlaup á Íslandi. Hlaupið var 10 x 10 km, en leiðin lá um Bryggjuhverfi, Elliðaárdal og Fossvogsdal. Hver hlaupari þurfi að fara 20 sinnum yfir götuna þar sem ég var gangbrautarvörður. Ég var þarna samtals í fimm tíma í tveimur lotum. Það ágætt veður fyrri lotuna, en blés nokkuð, svo fór að rigna og það rigndi látlaust. Eftir fyrri lotuna fór ég heim og bjó mig betur, fór m.a. í ullarbol og regnbuxur en það veitti ekki af. Það er skemmst frá því að segja að þetta var skemmtileg upplifun. Bæði að fylgjast með hlaupurnum, en það voru 16 þátttakendur, og að sjá um að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af bílunum. Það sem mest kom mér á óvart var hversu kurteisir og þolinmóðir langflestir bílstjórarnir voru. Það var lítið viðvörunarskilti um hlaupið við gatnamótin. Það voru örfáir frekir og ókurteisir bílstjórar. Tveir keyrðu alveg upp að mér, eins og til að sýna vald sitt eða gefa til kynna að þeim fyndist ég ganga of langt, veit ekki. Örfáir flautuðu þegar þeir lentu á eftir bílum sem hægðu á sér eða stoppðu. Já, bílstjórarnir eiga hrós skilið, eiginlega alveg öfugt við það sem ég bjóst við fyrirfram. Á tímabili fékk ég félgasskap af þremur mótorhljólalöggum. Eftir nokkra viðdvöl sáu þeir að verkefnið var einfalt, einn gangbrautarvörður dugði, og sneru sér að öðrum verkefnum.

Af hlaupurunum er það að segja að þeir luku allir hlaupinu. Breti var fyrstur í mark og Dani annar, báðir ótrúlega léttir á sér. Bretinn var tæpa átta tíma og Daninn rétt rúma átta tíma. Ég fylgdist með þeim koma í mark og það var ekki að sjá á þeim að þeir væru búnir að hlaupa 100 km á 8 tímum og þar af rigndi stanslaust í síðustu fimm tímana.

Myndir frá hlaupinu, sú efri er tekin í byrjun hlaups á stöðinni minni, hin sýnir Bretann rétt ókominn í mark en hann er annar frá vinstri.
Í byrjun hlaups klukkan sjö að morgni
Bretinn rétt ókominn í mark, annar frá vinstri

Wednesday 14. May 2008

Kárahnjúkar

Filed under: Almennt — Sigrún @ 23:49

Er nú á Egilsstöðum og á leið til Reyðarfjarðar á morgun í hópi vinnufélaga. Í dag skoðuðum við Kárahnjúkavirkjun í boði Landsvirkjunar, en það var afar vel tekið á móti okkur. Einstaklega skemmtileg ferð í góðu veðri. Hér eru sýnishorn.
Snæfell í baksýn
Kárahnjúkastíflan lónsmegin
Neðan Kárahnjúkastíflunnar, séð yfir gljúfrin
Hamrahvammagljúfur séð úr rútunni á heimleið

Newer Posts »

Powered by WordPress